Engin herskylda

Punktar

Munurinn er herskyldan, segir Andrew Rosenthal í New York Times um andmæladeyfð í Bandaríkjunum. Vegna herskyldunnar flykktist unga fólkið á fundi út af Víetnam, en lætur Írak eiga sig, af því að nú er ekki lengur herskylda. Ungt fólk er eins mikið á móti stríði gegn Írak og stríði gegn Víetnam, en það lætur lítið fara fyrir sér, af því að því er ekki lengur ýtt á vígvöllinn. Hernám Afganistans og Íraks eru bókhaldsatriði, sem meira að segja er haldið utan við fjárlög ríkisins. Stríð gegn fólki í þriðja heiminum eru orðin abstrakt fyrirbæri, sem þrýsta ekki á tilfinningar fólks í Bandaríkjunum. Þau halda því áfram.