Ómar og ráðherrarnir

Punktar

Mér finnst gott hjá Sjálfstæðisráðherrum að taka boði Ómars Ragnarssonar um að fljúga og ganga með honum um gróið land, sem fer í kaf í miðlunarlóni Kárahnjúka. Þar á meðal eru svæði, sem voru affriðuð til að geta virkjað Hálslón. Þetta sýnir opnari huga þeirra en hjá ráðherrum Framsóknar. Hinir síðari reka enn róttæka virkjanastefnu í ósnortnum víðernum, þótt verðandi flokksformaður þykist ekki sjá. Með hjálp Ómars verður sýn stjórnarinnar opnari og víðari en hún hefur hingað til verið. Vonandi fer hann varlega í fluginu. Mér þótti nóg um, þegar hann skellti sér í gljúfrið.