Þrýstihóparnir í þjóðfélaginu, sem reyna hver að ota sínum tota, þurfa að sjálfsögðu að halda sín þing og ráðstefnur. Þar mætast liðsoddarnir og ráðgast um næstu verkefni, svo sem árásarferðir í ríkissjóð og aðvaranir til manna um að láta hagstæð lagafrumvörp ná fram að ganga og önnur ekki.
Á slíkum þingum kann að vera rætt um, hvernig unnt sé að skrúfa niður í óþægilegum mönnum. Það má til dæmis reyna með því að skipuleggja samtök um að neita að kaupa vélar af hjartveikum heildsölum, sem eiga hlutabréf í fjölmiðlum, svo að þeir neyðist til að makka rétt á aðalfundum viðkomandi fjölmiðla.
Ekkert er við því að gera, þótt liðsoddar þrýstihópa ráðgist á þingum sínum og ráðstefnum um hver þau vinnubrðgð, sem henta siðferðisstigi þeirra. Mönnum á að vera í sjálfsvald sett að velja sér vopn við hæfi og taka jafnframt afleiðingunum, ef þeir ramba út fyrir almenn siðferðistakmörk.
Hitt er ljóst, að ársþingum þrýstihópa er beint eða óbeint stefnt gegn hagsmunum þjóðarheildarinnar. Þar er rætt um, hvernig viðkomandi þrýstihópur geti náð í stærri bita af kökunni, auðvitað á kostnað allra hinna, sem ekki eru í þrýstihópnum. Að baki þessara ársþinga sitja svo öflugar stofnanir, sem starfa árið um kring og láta dropann hola steininn.
Alls staðar í nálægum löndum er það venja, að viðkomandi þrýstihópar greiði sjálfir kostnaðinn af þessum hernaði sínum á hendur þjóðfélaginu. Það gera líka flestir þrýstihópar hér á landi, ef frá er skilið Fiskifélagið og Fiskiþing annars vegar og Búnaðarfélagið og Búnaðarþing hins vegar.
Búnaðarþing stendur einmitt yfir um þessar mundir. Oddvitar landbúnaðarins eru komnir langan veg til að halda sitt árlega þing á mölinni. Allur kostnaður við ferðir og uppihald er greiddur af ríkissjóðí, svo og allur kostnaður við Búnaðarfélag Íslands, sem stendur að þessu þingi.
Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir, að fórnardýr þrýstihóps landbúnaðarins, skattgreiðendurnir í landinu, borgi 92.626.000 krónur til að halda úti Búnaðarfélagi Íslands. Af þessari upphæð er ráðgert, að 3.375.000 krónur fari í að halda Búnaðarþing.
Þingið og félagið halda uppi öflugri starfsemi, scm miðar að því að viðhalda og auka hina dæmalausu sjálfvirkni í fyrirgreiðslum hins opinbera í þágu landbúnaðarins. Hún miðar að því að fullkomna bókhaldskerfið í verðmyndun landbúnaðarafurða, svo að sífellt sé hægt að rækta meira og mcira, byggja meira og meira, alveg án tillits til þess, hvc mikið verður að greiða þessar afurðir niður til að gera þær seljanlegar, og án tillits til þess, hve mikið af þeim verður að gefa útlendingum til að losna við þær.
Það er lágmarkskrafa, að þessi sérhafasmunabarátta sé greidd af þeim, sem halda henni uppi, en ekki af þeim, sem hún skaðar, almenningi í landinu.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið
