Minna fiskát

Punktar

Fisksalinn minn segir, að það komi bara gamlingjar eins og ég í búðina hjá sér. Hann viðurkennir líka, að tilbúnir réttir í sósujukki seljist ekki í búðinni, því að gamlingjarnir vilji ferskan fisk, éti ekki gumsið, og unga fólkið komi hvort sem er ekki til að kaupa gumsið. Fiskát hefur minnkað um þriðjung á nokkrum árum. Komnar eru til sögunnar tvær kynslóðir, sem ekki þekkja fisk sem mat. Fáir nenna að virða fyrir sér ferskleika í fiskbúðum og tína frekar upp freðfisk í stórmarkaði. Nú orðið velja flestir frekar soðið hveiti í matinn og kalla það pasta.