Vegna íslenzku krónunnar er kostnaður Íslendinga af íbúðalánum helmingi hærri en kostnaður þjóðanna, sem nota evru. Hvort tveggja er miklu hærra hér á landi en í Evrópu, vextir og verðtrygging. Viðurkennt er, að vextir þurfa að vera hærri í litlu myntsamfélagi krónunnar en stóru myntsamfélagi evrunnar og að verðtryggingar er ekki þörf í stóru myntsamfélagi. Þetta þýðir, að lífskjör eru miklu lakari hér á landi en í nálægum löndum, þrátt fyrir miklar tekjur og mikla vinnu. Unga fólkið í landinu er látið borga herkostnaðinn af of litlum gjaldmiðli, krónunni.
