Ekki ofvirkur

Punktar

Þegar ég fer af bæ, geri ég eitthvað, fer í viku á skíði í Ölpunum, þrjár vikur í hestaferðir um landið og um helgar á Kaldbak að ríða út. Áður fór ég oft til erlendra stórborga og skrifaði bækur um þær. Ég er samt ekki alveg ofvirkur. Stundum nenni ég ekki að gera neitt. Það er bezt að stunda heima hjá mér, þar er betra rúm og betri letistóll en á sólarströnd, betri sturta og betri hitapottur, betra netsamband á tölvunni og 60 ónothæfar sjónvarpsrásir, langtum betri matreiðsla en á sólarströnd. Ég get ekki hugsað mér betri stað til slökunar en vera einmitt heima í stofu.