Ógnargleði er í herbúðum harðlínumanna í Bandaríkjunum. Stríð Ísraels við umheiminn hefur vakið þá til lífs. Langt er síðan þeir voru síðast glaðir. Það var, þegar Bandaríkin hófu stríð gegn Írak. Þá átti að sigra Óvininn með rothöggi. Nú á að sigra hann að nýju, að þessu sinni í Líbanon. Þótt skynvilla harðlínumanna sé ætíð fjarri veruleikanum, rís hún jafnan upp að nýju. Öðrum þræði á hún að þjappa þjóðinni um vanhæfan forseta. Stríðið í Líbanon er ekki einkaböl Ísraels, heldur þáttur í bandarískri pólitík, varðveizlu og eflingu fáránlegra viðhorfa til lífsins og tilverunnar.
