Málfar kontórista

Punktar

Í hestamennsku hefur frá gamalli tíð verið talað um gerð og kosti hrossa. Þessi einföldu og stuttu orð voru ekki nógu góð fyrir kontórista, sem vilja langt og flókið orðalag. Því er í sýningum á hryssum og stóðhestum talað um sköpulag og hæfileika í stað gerðar og kosta. Fætur hrossa eru sagðir hafa réttleika. Mikið fax er ekki lengu prýði hrossa, heldur er notað orðið prúðleiki. Brokk er sagt vera lyftingargott. Vindrauðir hestar heita núna rauðir og vindóttir. Hestamenn láta allt þetta yfir sig ganga, af því að allt er þar sem annars staðar talið vera gott, sem frá kontóristum kemur.