Evrópusambandið segir, að unga fólkið hafi ekki ráð á íbúð og drekki í staðinn við sleitur, unz peningarnir eru búnir. Félagsleg vandamál af völdum fyllerís nema 1000 milljörðum króna á hverju ári, þegar talin eru með tremmi, umferðarslys, barsmíðar á heimilum, lifrarbilanir, ótímabær dauði og slagsmálaslys. 27% af dauðsföllum í Evrópu á aldrinum 15-29 ára tengjast áfengisneyzlu. Útköll sjúkrabíla vegna ölvunar hefur í London fjölgað úr 3500 í 5000 á dag vegna heimsleika fótboltans. Evrópusambandið er orðið svo skelkað, að þar er nú talað um aðvörunarmiða á bjór eins og tóbak.
