Dómarar eru sammála

Punktar

Hross eru dæmd huglægt eins og fimleikamenn. Dómarar meta hrossin hver fyrir sig. Á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum kom í ljós, að miklar framfarir hafa orðið í þessum huglægu dómum. Í flestum tilvikum voru dómarar nokkurn vegin sammála og í ótrúlega mörgum tilvikum nákvæmlega sammála. Þetta stafar af góðum aga meðal dómara og mikilli vinnu við að fara yfir dóma liðins árs og meta frávik. Gæðingadómarar hafa sótt vel þessar ráðstefnur og árangurinn er farinn að skila sér í dómum, sem allir treysta. Þetta fylgir öðrum framförum í hestamennsku.