Kókhátíðin

Punktar

Guardian segir líka frá kókhátíð, sem haldin var í Greenbriar í Evans í Georgia á menntadegi ríkisins. Þar flutti forstjóri hjá kók aðalræðuna og kenndur var bakstur kók-tertu. Aðalatriði hátíðarinnar var myndataka af öllum nemendum skólans í rauðum kók-búningum. Einn nemandinn, Mike Cameron, fór úr skyrtunni á síðustu stundu og var þá í pepsí-skyrtu innan undir. Þetta eyðilagði myndina að mati skólans og var Mike rekinn úr skólanum fyrir vikið. Auglýsendur hafa komið fram af aukinni hörku síðustu árin og hafa næga meðreiðarsveina, allt frá skólastjórum yfir í ólympíunefndir.