Forngrikkir endurbættu atkvæðaritun Fönikíumanna, bættu sérhljóðum við samhljóðana. Þannig fundu þeir upp 30 tákna stafróf, eins konar hljóðritun, sem hentar öllum tungum. Áður höfðu tákn skipt hundruðum eða þúsundum. Þessi breyting framkallaði læsi, þar sem hvert tákn verður merkingarlaust eitt út af fyrir sig. Það setti einstaklinginn í öndvegi í samfélaginu, gerði lýðræði mögulegt og lagði grundvöll að óhlutbundinni, vísindalegri hugsun. Þetta gerðist fyrir 2735 árum og var önnur mesta bylting mannkynssögunnar. Almenningseign varð hún með ódýrri prentun lausra bókstafa hjá Gutenberg fyrir 550 árum.
