Áður en veiðar hófust á hvölum við Ísland, blésu þeir um allan sjó. Og nóg var af þorskinum líka, langt inn í fjarðarbotna, og var hann veiddur þar. Hvalir eru nú ekki nema brot af þeim fjölda, sem þeir voru þá. Samt telur Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, að of mikil samkeppni sé frá hvölum um þorskinn einmitt núna. Hvað hefði hann sagt, ef hann hefði verið uppi fyrir daga hvalveiðanna? Vísindi ráðherrans eru engin, en gaman væri að sjá undirgefinn fiskifræðing halda uppi sagnfræðilegum vörnum fyrir ráðherrann sinn.
