Með tilskipunum frá Evrópusambandinu hefur skapast sú frumstæða stjórnsýsla hér, að embættismenn skuli öllu ráða í einrúmi, án afskipta pöpulsins. Því fá menn ekki opinn og frjálsan aðgang að stafrænum gagnabönkum, svo sem ökutækjaskrá, fasteignaskrá, þjóðskrá, sakaskrá, skattskrá, kjörskrá og ættaskrár, heldur verða að sæta afar þröngum aðgangi, ekki starfrænum. Til að verja einkaaðgang alvitra embættismanna eru búnar til Persónuvernd og Upplýsingalög, sem skilgreina opinber gögn ýmist sem ríkisleyndarmál eða einkamál að hætti franska einveldistímans og Evrópusambandsins.
