Afhroð Framsóknar í byggðakosningunum stafar ekki af ríkisstjórninni. Hún nýtur stuðnings í könnunum og Íhaldið vann á í kosningunum. Hrunið stafar af, að Framsókn hefur glatað rómantíkinni, sem einkenndi flokkinn áður fyrr, þegar Eysteinn Jónsson var grænasti stjórnmálamaður landsins. Fyrir hálfri öld var Framsókn flokkur grænna sveita og menntamanna, en nú er hann svartur og menntasnauður flokkur landskemmda og markaðsgrimmdar. Vinstri grænir hafa tekið upp merki gömlu Framsóknar og munu ekki gefa það eftir. Framsókn flúði á mölina, féll milli pólitískra stóla og er mörkuð dauðanum.
