Fín Hringbraut

Punktar

Þegar líður á vorið og brekkurnar grænka, sést betur, að Hringbrautin fer vel í Vatnsmýrinni og léttir umferð úr Vesturbæ og Miðbæ inn á Miklubraut. Það verður ekki þessi framkvæmd, sem ryður arfaflokkum Reykjavíkurlistans frá völdum, heldur stríð þeirra gegn einkabílismanum. Það kemur fram í aukinni gjaldtöku á bílastæðum og í þvergirðingshætti gegn mislægum mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.