Geir Hallgrímsson og Ólafur Jóhannesson hafa nú treyst varnarmúr ríkisstjórnarinnar gagnvart skoðunum þjóðarinnar á fiskveiðideilunni. Þeir hafa haslað sér völl í þremur blekkingum, sem eiga að dylja fyrir þjóðinni undanhald þeirra.
Ein blekkingin felst i þessum orðum Ólafs Jóhannessonar: “Engin breyting verður á aðgerðum íslenzku landhelgisgæzlunnar gagnvart brezkum togurum, þrátt fyrir þá ákvörðun brezku ríkisstjórnarinnar að draga herskip sín út fyrir 200 mllna fiskveíðilögsöguna.”
En Ólafur bætir því við, að í síðustu fiskveiðideilu hefðu brezkir togarar jafnframt haldið lengra út og látið minna á sér bæra en áður, þannig að ekki hafi þá komið til neinna umtalsverðra átaka á miðunum, – og væri nú eftir að sjá, hvort hið sama yrði uppi á teningnum.
Brezkir togarar eru jafnólögleglr, hvort sem þeir eru innarlega eða utarlega í 200 mílna lögsögunni. Og ekki er ljóst, hvernig brezkir togarar láti mismunandi mikið “á sér bæra”, nema Ólafur eigi við ásiglingartilraunir.
Ummæli Ólafs benda til þess, að ríkisstjórnin hafi lofað að áreita brezku togarana lítið sem ekkert, ef þeir færðu sig utar. Síðan ætli hún að ljúga því bláköld, að haldið sé uppi óbreyttri landhelgisgæzlu, og telja þjóðinni trú um, að brottför herskipanna sé áfangasigur.
Önnur blekkingin felst í marklausum yfirlýsingum forsætisráðherra um slit á stjórnmálasambandi við Breta. Þessar yfirlýsingar voru gefnar til að reyna að friða þjóðina, en án þess að nokkur hugur væri að baki.
Ríkisstjórnin beið fyrst eftir sjóprófum út af ásiglingunni á Þór. Síðan beið hún eftir sérstakri raansóknanefnd. Svo var beðið eftír utanríkismálanefnd Alþingis. Og loks var beðið eftir Luns, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Nú verður slitunum líklega frestað enn og í þetta sinn fram yfir fund Geirs og Wilsons í næstu viku.
Þriðja og ef til vill alvarlegasta blekkingin felst í þvi, að lipurmennadeildin á Hafrannsóknastofnuninni hefur verið látin reikna út, að þorskstofninn þoli í rauninni meiri veiði en “Svarta skýrslan” segir. Í stað 230 þúsund tonna á þessu ári sé alveg óhætt að veiða 280 þúsund tonn og jaínvel 295 þúsund.
Tvennt er furðulegt við þessar tölur. Í fyrsta lagi gera þær ráð fyrir, að þorskur sé ekki ofveiddur. Það sést af þvi, að tölur lipurmennanna sýna þeim mun meiri afla yfir nokkurt árabil sem meira er veitt strax á þessu ári. Í öðru lagi gera þær ráð fyrir, að aflann megi auka um 65 þúsund tonn, sem er einmitt aflamagnið, sem ríkisstjórnin hyggst semja um við Breta.
Við munum brátt sjá rikisstjórnina flagga 295 þúsund tonna tölunni sem rökstuðningi fyrir því, að hún megi gefast upp i samningunum við Breta.
Ríkisstjórnin hyggst bjarga sér undan almenningsálitinu með þrenns konar blekkingum: Að haldið verði óbreyttri gæzlu á miðunum, að hún vilji slíta stjórnmálasambandi við Breta og að veiða megi 295 þúsund tonn í ár.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið
