Auglýsingar í pólitík eru margfalt meiri og dýrari núna en þær voru fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Gjafmildir leynigestir hafa gert flokkum kleift að reka kosningabaráttu, sem senn byrjar að minna á Bandaríkin, þar sem auðræði hefur leyst lýðræði af hólmi. Fremst í auðvæðingu íslenzkra kosninga fer Framsókn, sem ævinlega hefur verið spilltust flokkanna. Stofnanir og fyrirtæki semja í leyni við flokka um hagsmuni, af því að hér skortir gegnsæi í fjármálum stjórnmálanna. Það er séríslenzkur vandi, að stjórnarflokkarnir hafa brugðið fæti fyrir tillögur um gegnsæi.
