Stjórnvöld í Evrópu sáu gegnum fingur við Bandaríkin í rúmlega þúsund millilendingum CIA í fangaflugi. Stjórnvöld í Evrópu styðja Bandaríkin í ógnunum í garð Persíu, þótt þær ógnanir feli í sér hótun um bandarískt atómstríð. Stjórnvöld í Evrópu taka þátt í hernámi Afganistans, sem hefur leitt til stórflóðs fíkniefna í Evrópu. Stjórnvöld í Evrópu standa með Bandaríkjunum þversum gegn kröfu þriðja heimsins um tollalausa búvöru. Stjórnvöld í Evrópu hunza álit almennings og flaðra upp um heimsveldi, sem stríðir gegn vestrænni siðmenningu.
