Vinstri grænir fyrstir

Punktar

Ég er orðinn einn af þessum Íslendingum með þriggja vikna minnið, sem ég hef talað yfirlætislega um nokkrum sinnum. Um daginn hrósaði ég Steinunni Valdísi Óskarsdóttir fyrir að koma snemma í vetur með tillögu um ókeypis leikskóla í áföngum. Ég var þá búinn að gleyma, að þetta hefur árum saman verið eitt af stóru málunum hjá vinstri grænum á Alþingi og í borgarstjórn. Steinunn Valdís og Samfylkingin eru númer tvö. Hitt er svo rétt, að Framsókn og Íhald hafa málið á stefnuskrá í kosningunum, lofa hverju sem er án þess að hafa lyft litla fingri áður.