Þreytt dagblað

Punktar

Washington Post hefur látið á sjá með árunum. Meira en tveir áratugir eru síðan blaðið skákaði New York Times í Watergate-málinu. Hin síðari ár hefur blaðið færzt til hægri, sem einkum má sjá í leiðurum blaðsins og vali þess á kjallarahöfundum, svo sem George F. Will og Charles Krauthammer. Leiðarar þess hafa stutt Íraksstríðið og styðja nú Bush forseta í lekamálinu, þar sem hann lét leka villandi upplýsingum til að sverta sendiherra, sem vildi ekki spila með, þegar Bush laug stríðinu upp á þjóðina. Washington Post er orðið að málgagni ömurlegra stjórnvalda.