Íslam hafnar lýðræði

Punktar

Lýðræði hefur ekki aukizt í löndum múslima síðustu misserin og allra sízt í stuðningsríkjum Vesturlanda. Tyrkland er enn að hefja ofsóknir gegn Kúrdum. tilburðir til lýðræðis í Egyptalandi, Jórdaníu og Sádi-Arabíu hafa farið út um þúfur. Aðeins í Palestínu hafa verið frjálsar kosningar, en Bandaríkin og Evrópusambandið hafna úrslitunum samkvæmt máltækinu um, að kosningar séu þá aðeins góðar, ef mínir menn vinna þær. Trúarofstæki hefur aukizt í Íran og Írak og Pakistan. Hvarvetna eru vestræn sjónarmið á flótta, enda hefur aldrei gefizt vel að troða hugmyndum upp á þjóðir með vestrænu ofbeldi.