Studdur af Tony Blair í Bretlandi hefur José Barroso verið rangur maður á röngum stað á röngum tíma sem forstjóri Evrópusambandsins. Hann flutti tillögur, er fólu í sér aukna auðhyggju og hnattvæðingu, sem Evrópumenn sætta sig ekki við. Frakkar og Hollendingar mótmæltu með því að fella nýja stjórnarskrá sambandsins. Í stað þess að leita sátta sögðu Barroso og Blair, að niðurstaðan sýndi, að efla þyrfti auðhyggju og hnattvæðingu. Þetta hægra ofstæki Barroso og Blair hefur leitt til illdeilna, sem nú standa í bandalaginu. Málið leysist ekki með Barroso og Blair við stýrið.
