Forgangsröð að þjónustu kerfisins verður því raunverulegri sem þjónusta þess minnkar og biðlistar lengjast. Það er ekki nóg fyrir Alþingi að lýsa yfir, að forgangsröð ríkra komi ekki til greina. Nú hefur Tryggingastofnun lýst yfir, að vegna mannfæðar taki hana átta mánuði að svara bréfum. Hið pólitíska vald Jóns Kristjánssonar ráðherra hefur neitað stofnuninni um mannafla til að svara bréfum. Þeir, sem eiga fé, geta fengið ýmsa þjónustu í útlöndum eða á einkareknum stofum úti í bæ. Stéttaskipting í aðgangi að þjónustu hins opinbera er þegar orðin að veruleika.
