Fagurt er af Frökkum að vilja selja okkur hergögn og leiða okkur fyrstu skrefin á braut herveldis. Franska utanríkisráðuneytið brunar á eftir mistökum Bandaríkjanna eins og fátækur lögfræðingur eftir sjúkrabíl. Það er göfugt hlutverk, sem enginn annar sinnir eins vel. Hins vegar gildir sama um franska ráðuneytið og bandaríska lögfræðinginn, að báðir aðilar eru einkum að hugsa um eigin hag. Enginn er færari á því sviði en einmitt gamla og góða Frakkland, hinn nýi ástmögur Geirs H. Haarde. Um það gildir gamla spakmælið: Varaðu þig á Grikkjum með gjafir.
