Bezta hugmyndin um starfsemi á Keflavíkurvelli eftir brottför hersins er að reyna að setja þar upp fríhöfn án tolla og skatta. Slíkar fríhafnir eru til umhverfis alþjóðlega flugvelli sums staðar í heiminum. Á Keflavíkurvelli er mikið húsnæði fyrir léttan iðnað og þúsundir íbúða fyrir starfsfólk. Ríkið getur haft tekjur af þeim, sem taka íbúðirnar á leigu og notað leiguna til að greiða niður kostnað við flugrekstur. Brottför hersins getur raunar verið gullnáma fyrir búsetu á Suðurnesjum, ef stjórnvöld halda rétt á málum. Sem þau gera sennilega ekki.
