Vaða um allt

Punktar

Landsvirkjun veður fram og aftur um hálendið og leggur út vegarspotta til að koma þungum tækjum fyrir á ótrúlegustu og afskekktustu stöðum. Ekki veit ég, hver leyfir henni þær landskemmdir. Í fyrra lagði hún veg meðfram Langasjó að Fögrufjöllum, sem eru eitt sérstæðasta svæði landsins, dulúðug vin í eyðimörkinni. Nú er Landsvirkjun búin að spilla þessu umhverfi án þess að tala við neinn. Þykist hún eiga Ísland? Er ekki kominn tími til, að stjórnvöld átti sig á, að forustumenn Landsvirkjunar eru ekki með öllum mjalla og láti þá svara til saka?