Draumur gamlingjans

Punktar

Dick Cheney er táknmynd Bandaríkjanna, skotglaði gamlinginn, sem ráfar um heiðar þriðja heimsins með byssu og skýtur allt sem hreyfist, rétt eins og annar gamlingi, Ariel Sharon í Ísrael, sem hefur um áratuga skeið látið skjóta börn og gamalmenni á færi. Cheney er andlegur lærifaðir sérkennilegs hóps manna, sem lifir í draumaheimi, þar sem staðreyndir fá hvergi að trufla drauminn um, að Bandaríkin geti með stórvirkum manndrápstækjum skotið bandarískum gildum úr kúrekamyndum leið að hjörtum forviða fólks í þriðja heiminum. Cheney frelsar fólk með því að skjóta það.