Björn svaf rótt

Punktar

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur rústað landhelgisgæzlunni, svo að hún getur ekki tekið við björgunarþætti varnarliðsins. Viðhald á þyrlum gæzlunnar er í lágmarki og fjárveitingar þessa árs geta ekki haldið þeim úti. Skip gæzlunnar búa við enn meira fjársvelti og liggja í höfn mánuðum saman. Ef hann hefði skilið stjórnvöld Bandaríkjanna, hefði hann undirbúið brottför varnarliðsins í tæka tíð, en ekki sofið rótt á verðinum. Nú verða ákvarðanir um nýjar þyrlur miklu dýrari en ella, af því að ekki verður hægt að beita útboði og lækka þannig kostnað.