Einmana veldi

Punktar

Bandaríkin hafa einangrazt í Sameinuðu þjóðunum. Öll önnur ríki hafa komið sér saman um nýskipan mannréttinda í nýrri stofnun, sem Bandaríkin sættir sig ekki við. Almennt er talið hjá Sameinuðu þjóðunum, að sendiherra Bandaríkjanna sé að bregða fæti fyrir samtökin í hverju málinu á fætur öðru. Þetta hefur ekki leitt til þess, að ríki flaðri upp um Bandaríkin til að hafa þau góð, heldur hafa þau sameinazt um að hamla gegn yfirganginum. Við erum að sigla inn í tímabil, þar sem forustu Bandaríkjanna er hafnað í hverju málinu á fætur öðru.