Orkuveitufrekja

Punktar

Ekki er líklegt, að eigendum hitaveitna þyki framvegis fýsilegt að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um að selja henni hitaveitur. Hún hefur höfðað mál gegn 36 bændum, sem áttu Austurveitu, af því að einn þeirra er farinn að nota vatn úr eigin borholu. Orkuveitan telur slíkt vera samningsbrot. Hitt er nær sönnu, að stjórnendur Orkuveitunnar hafi samið sig að frekju og yfirgangi, sem er í tízku hjá forstjórum nútímans. Orkuveitunni er vansæmd í að reyna að lemja 36 bændur. Nær væri að senda yfirmenn hennar á námskeið í mannasiðum, þau eru mörg í boði.