Útskerjamenn hverfa

Punktar

Gott er, að Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi vill ekki landfyllingar úti á skerjum á sínu svæði. Gísli Marteinn Baldursson varð ekki borgarstjóraefni sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann boðaði landfyllingar úti á skerjum á sínum tíma, en gafst svo upp á því og Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson varð borgarstjóraefni. Ég held, að allir sveitarstjórnamenn á höfuðborgarsvæðinu séu hættir að tala um útskerjabyggð, enda er það heimsku- og hættulegt í landi, þar sem nóg er til af plássi.