Teppabankarar

Punktar

Bagram í Afganistan er tekin við af Guantánamo á Kúbu sem pyndingastöð Bandaríkjanna, þar sem menn hírast án dóms og laga árum saman. Þrýstingur alþjóðasamfélagsins á lokun Guantánamo hefur leitt til flutnings fanga til Bagram í stað Guantánamo. Staðurinn hefur sérstakt gildi fyrir Ísland, sem styður hernám Bandaríkjanna á Afganistan með því að senda þangað íslenzka hermenn, sem eru svo hataðir af heimamönnum, að þeir geta ekki keypt sér teppi í aðalgötunni í höfuðborginni Kabúl. Íslendingar eiga ekki að vera teppabankarar hjá trylltu heimsveldi.