Þingflokkar undir aga.

Greinar

Ríkisstjórnin hefur sýnt umtalsverðan og óvæntan styrk með því að knýja þingflokka sína til hlýðni við landhelgissamninginn við Vestur-Þjóðverja. Það hefur ekki verið létt verk, eins mögnuð og andstaðan við samninginn er í landinu.

Ríkisstjórninni hefur í öllum meginatriðum tekizt að halda aga á þingflokkum sínum, eins og væntanlega kemur i ljós við atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag.

Til viðbótar hefur ríkisstjórnin unnið varnarsigur á öðrum vettvangi í sama máli. Fiskiþing felldi um helgina með miklum meirihluta atkvæða tillögu um, að engir samningar skyldu gerðir við aðrar þjóðir um nokkrar veiðiheimildir hér við land. Enn fremur felldi Fiskiþing nær einróma aðild Fiskifélags Íslands að nýmyndaðri Samstarfsnefnd um landhelgismál.

Rikisstjórnin þurfti mjög á þessum sigrum að halda, einkum sigrinum á Alþingi. Að undanförnu hefur flest verið henni andstætt hér innanlands í landhelgismálinu. Breið samstaða hefur verið að mótast milli stjórnarandstöðunnar annars vegar og nokkurra áhrifamikilla samtaka hins vegar, svo sem Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Alþýðusambands Íslands og Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál.

Allir þessir aðilar hafa sameinazt undir merki Samstarfsnefndar um landhelgigmlál, sem vill alls enga samninga við útlendlnga um nokkrar undanþágur innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar. Ætlar nefndin að halda útifund um málið á morgun.

Hvaða skoðun sem menn hafa á undanþágum og samningum verða þeir að viðurkenna, að rikisstjórnin og ekki sízt þingflokkar hennar hafa þurft nokkurn kjark til að ganga gegn straumuum, því að ekki gagna þeim atkvæði Vestur-Þjóðverja í næstu kosningum. Ríkisstjórnin og þingflokkar hennar kusu ekki þá leið, sem líklegust var tíl vinsælda.

Samningurinn víð Vestur-Þjóðverja hefur óneitanlega nokkra kosti, þótt ókostirnir séu mjög áberandi. Samningurinn getur haft góð áhrif á niðurstöðu Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem sönnunargagn gegn tillögum um alþjóðlega gerðardóma um fiskveiðiréttindi.

Hitt er auðvitað hörmulegt, að samningurinn skuli heimila Vestur-Þjóðverjum sama aflamagn og þeir hafa á þessu ári, 5.000 tonn af þorski og 60.000 tonn alls. Ennfremur er hörmulegt, að hann felur hvorki í sér viðurkenningu Vestur-Þjóðverja á 200 mílunum, né fullgildingu 200 mílnanna að tveggja ára samningstíma liðnum. Loks er hörmulegt, að hann skuli engin áhrif hafa á refsitolla Efnahagsbandalagsins gagnvart okkur, en allt tal um, að hann feli annað í sér, er innantómur áróður.

Þrátt fyrir alla þessa galla verður að viðurkennast, að samningurinn við Vestur-Þjóðverja er löglegur og fær fyllilega löglega meðferð á Alþingi. Það er því tilgangslitið að berjast lengur gegn honum. Andstæðingar samninga um undanþágur ættu þvi að beina kröftum sínum að hugsanlegum samningum við Breta.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið