Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið sátt þingflokka um 25% þak á eignaraðild fjölmiðla. Í kjölfar herskárrar ræðu greifans á landsfundi flokksins hafa nýr formaður og varaformaður heimtað lækkað hámark. Mikill hvellur varð á Alþingi út af þessari stefnubreytingu. Hins vegar er ekki ljóst, hver er töfraprósentan, sem að mati þjóðfélagsins á að vera bezt fyrir notendur fjölmiðlanna. Verða þeir betri vegna sértækra laga um eignarhald, verða þeir beztir við 25% eða við aðra tölu? Allt eru þetta tölur, sem dylja þá staðreynd, að gæði fjölmiðlunar fara ekki eftir prósentureikningi pólitíkusa.
