Tristam Hunt skrifar í Observer um þróun fjarlægra úthverfa (exurbia) í Bandaríkjunum. Hann telur þau hafa misst samband við miðborgirnar og séu að breyta þjóðlífinu. Meðan fólkinu hefur fjölgað um 17% hefur flatarmál byggðar aukizt um 50%. Íbúarnir sofa í lokuðum hverfum, lifa í bílum á leið til vinnu, stórmarkaða eða kirkju, vilja lágt benzínverð, kjósa repúblikana upp til hópa og hafna útsvörum. Hunt telur þessi hverfi grafa undan þjóðskipulaginu, gera borgir að auðnum, spilla náttúrunni, sundra stéttum og eyða benzíni.
