Richard Ingrams segir í Observer, að Tony Blair forsætis hafi farið halloka í viðskiptum með fasteignir. Hann hafi keypt hús við Connaught Square á 420 milljónir og ætlað að leigja það á 500 þúsund krónur á mánuði, en autt húsið hafi lækkað í verði og sé nú boðið í leigu á 300 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma þurfi Blair að finna 1,6 milljónir á mánuði í vexti og afborganir. Fyrir utan þetta eigi hann tvær íbúðir í Bristol og hús í Durham. Á sama tíma hefur gróðabrall frúarinnar, Cherie Blair, farið heldur illa. Ingrams spyr, hvar Blair fái peninga í vonlaust brask.
