Microsoft

Punktar

Í viðleitni sinni til heimsyfirráða í tölvubransanum hefur einokunarfyrirtækið Microsoft rekið sig á Evrópusambandið. Svo er raunar pólsku ríkisstjórninni fyrir það þakka, því að hún beitti neitunarbanni gegn einkaleyfum Microsoft í Evrópu. Fyrirtækið hefur lagt fram umsóknir um 1500 einkaleyfi í Bandaríkjunum, sumar hverjar fáránlegar. Microsoft vill þrengja að opnum hugbúnaði á borð við Linux og OpenOffice, sem hafa gert fátækum kleift að feta sig áfram á tölvuöld. Þúsundir forritara berjast gegn einokun með því að forrita ókeypis fyrir frjálsa hugbúnaðinn.