Þeir borga ekki

Punktar

Argentína hefur gefið langt nef ofsækjendum sínum í Alþjóða
gjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, öðru nafni Chicago-skólanum og Washington-samkomulaginu. Argentína býður 25% greiðslur til lánardrottna eða þeir fái ekkert. Svo virðist sem ríkisstjórn Néstor Kirchner komist upp með þetta, enda neitar hún öllum samningaviðræðum við lánardrottna. Eftir hörmulegar afleiðingar af stefnu bankanna í Rússlandi og víða um Asíu og rómönsku Ameríku hefur komið í ljós, að þau ríki ein græddu, sem höfnuðu skipunum bankanna tveggja, svo sem Indland og Kína. Því eru bankarnir siðferðileg þrotabú.