Vefauglýsingar

Punktar

Árum saman hafa vefauglýsingar verið í skammarkróknum. Eftir miklar væntingar í upphafi netvæðingar heimsins fóru margir flatt í tilraunum til að græða peninga á vefauglýsingum. Þær komust aldrei á flug, hvorki banners né pop-ups. Fyrirtæki héldu áfram að auglýsa í blöðum og sjónvarpi. Nú er loksins komið merki um, að vefauglýsingar séu að vakna til lífsins. Auglýsingastofur erlendis spá, að á þessu ári muni auglýsingar aukast um 5% í heiminum og að vefauglýsingar muni aukast um 22%. Þær verða þó enn um sinn sáralítið brot af heildarmarkaðinum, en er þó vaknaðar til lífsins.