Þegar verðtrygging Ólafslaga kom til sögunnar fyrir aldarfjórðungi, gerðu fáir sér grein fyrir, að hún mundi koma Sambandi íslenzkra samvinnufélaga fyrir kattarnef. Æ síðan hafa lög Ólafs Jóhannessonar framsóknarmanns verið skólabókardæmi um, að erfitt er að hanna þróun. … Nú höfum við annað dæmi um stórfellda skekkju í hönnun þróunar. Einkavinavæðing stjórnvalda byggðist á, að fjölskyldurnar fjórtán eða kolkrabbinn svokallaði hefði einn efni á að kaupa, þegar bankar og aðrar stóreignir yrðu seldar hæstbjóðandi. Annars staðar væri ekki til fé. … Þessi hönnun þróunar bilaði af ýmsum ástæðum …
