Martin Jacques segir í Guardian, að ráðamenn í Evrópu hafi nú færi á að átta sig á, að Silvio Berlusconi sé ógnun við lýðræði í Evrópu. Stjórn hans á Ítalíu sé skref í átt til alræðis að ruddalegum hætti Mussolini. Hann stjórni ríkinu og fjölmiðlum landsins og hafi gert ítalska kjósendur að fíflum. Hann hafi lagt til ógeðslegrar atlögu við dómsvaldið, sem hafi heft alræði hans. Hann hafi þegar eitrað ítölsk stjórnmál og sé byrjaður á því sama í evrópskum stjórnmálum.
