Ofsatrú eykst í Írak

Punktar

Saddam Hussein hélt ofsatrúarmönnum niðri og studdi jafnrétti kynja í Írak. Eftir valdatöku Bandaríkjahers hefur íslömsk ofsatrú sprungið út í landinu með tilheyrandi andstöðu við menntun kvenna og nútímafatnað þeirra. Stjórnmálaflokkar ofsatrúarmanna hafa á nokkrum vikum náð traustri fótfestu í landinu og eru að búa sig undir að taka völdin að hernámi loknu. Nicholas D. Kristof segir í New York Times, að Bandaríkin beri ábyrgð á útþenslu ofsatrúar í Írak.