Campbell falsaði skjalið

Punktar

Í grein Richard Ingram í Observer í morgun minnir hann á, að ímyndarfræðingur Tony Blair sé Alastair Campbell, sem áður vann hjá kynlífstímariti og Robert Maxwell. Því sé engin furða, þótt Campbell beri ábyrgð á notkun gamallar skólaritgerðar eftir Ibrahim al-Marashi í Kaliforníu til staðfestingar á gereyðingarvopnum Íraks. Nú hefur al-Marashi upplýst, að við ritstuldinn hafi mikilvægum orðum verið breytt til að láta ritgerðina hljóma safaríkar.