Leyndarmál Tony Blair

Punktar

Andrew Rawnsley segir í Observer í morgun, að ímyndarfræðingurinn Alastair Campell hafi játað fyrir vinum sínum, að hafa gert mistök í tengslum við fölsuðu skýrslurnar, sem áttu að sanna gereyðingarvopn Íraks. Rawnsley segir, að tregða Tony Blair forsætisráðherra við að leyfa stofnun óháðrar rannsóknarnefndar að fjalla um fölsunarmálið, muni sannfæra menn um, að hann hafi sjálfur eitthvað að fela.