Geldof sendir tóninn

Punktar

Bob Geldof skrifar grein í Guardian um skuldir þróunarlandanna. Hann bendir á, að innan þjóðfélaga séu til kerfi til að taka á gjaldþrotum, gera fólki kleift að rétta úr kútnum og hefja nýtt líf. Ekkert slíkt kerfi er til milli þjóðfélaga. Þess vegna dragast þróunarlönd dýpra í svaðið í stað þess að verða gjaldþrota og byrja á nýjan leik. Allir tapa á þessu ferli, skuldunautar og lánardrottnar. Og vandamál þriðja heimsins flytjast beint eða óbeint einnig til ríku landanna, til dæmis með útbreiðslu sjúkdóma, eiturlyfja og hryðjuverka. Hann gagnrýnir harðlega stefnu vesturlanda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í garð þróunarlandanna, sem oft rekur erindi vestrænna sérhagsmuna.