Loðinn úrskurður ráðherra um stífluhæð við Þjórsárver og hinn eindregni brotavilji í túlkun Landsvirkjunar á úrskurðinum minna á, að engin þjóðarsátt er um niðurstöðu ráðherrans. Aðeins Samfylkingin lét blekkjast til fylgis við stjórnarflokkana í máli Þjórsárveralóns eins og hún gerði í máli Kárahnjúkavirkjunar. Hliðarverkun af brotavilja Landsvirkjun er aukið fylgi vinstri grænna sem eina pólitíska varnarafls ósnortinna víðerna landsins.
