Þeir munu tapa friðnum

Punktar

Nicholas D. Kristof spyr þriggja spurninga í International Herald Tribune. 1. Verður innrásin í Írak seintekin? Hann bendir á 4.000 manna þorpið Umm Kasr, sem tók fjóra sólarhringa að hertaka. 2. Munu Írakar strá blómum yfir innrásarliðið? Hann bendir á, að viðtöl blaðamanna við fólk á hernumdum svæðum benda til, að innrásarliðið sé ekki velkomið. 3. Munu Bandaríkin byggja Íraksstefnu sína á staðreyndum eða hugmyndafræði? Hann bendir á, að herfræði Rumsfeld stríðsmálaráðherra hafi byggzt á þeirri hugmyndafræði, að Írakar mundu fagna innrásinni, og ekki gert ráð fyrir skæruhernaði. Hann telur að vísu, að Bandaríkin muni vinna stríðið, en friðurinn muni ganga þeim úr greipum.