Stríðið gengur illa

Punktar

New York Times segir í morgun, að árás Bandaríkjanna og Bretlands á Írak gangi verr en ráð var fyrir gert. Varnarlið Íraks hefur ekki gefizt upp, heldur veitt öfluga mótspyrnu gegn tæknilegu ofurefli. Árásarherinn hefur ekki náð neinni borg landsins á sitt vald. Setið er um Basra og skrúfað hefur verið fyrir vatn og rafmagn til borgarinnar. Það mun valda hörmungum borgarbúa, sem eru sjítar, er fyrir árás voru taldir andsnúnir Saddam Hussein. Ekki er hægt að reikna með, að eftirlifendur í borginni verði mjög hliðhollir Bandaríkjunum, þegar umsátrinu lýkur.