Kárahnjúkar Ameríku

Punktar

Fróðlegt var að sjá í stífluþætti Ómars Ragnarsson í fyrrakvöld, hvernig Bandaríkjamenn voru fyrir þrjátíu árum orðnir ólíkt umhverfisvænni en Íslendingar eru nú á dögum. Fyrir vestan hættu menn við að reisa Kárahnjúkavirkjun þess tíma. Þessi samanburður er gott dæmi um, hversu róttækir umhverfissóðar Íslendingar eru að meðaltali, langt að baki siðmenntaðra þjóða.